OSTA- OG VÍNVEISLA Á MONKEYS
Monkeys býður til osta- og vínveislu í samstarfi við MS, Masi og Borg Brugghús
Hvenær: Þann 21. febrúar kl 18:00-19:30
Innifalið: Smökkun á hátt í 20 tegundum af ostum ásamt fjölda vína og bjóra (sem leggjast saman í u.þ.b. 3 heil vínglös)
Verð: 7.990 á mann
Gestir fá einnig 20% af matseðli á Monkeys ef bókað er borð sama dag.
Rauðvín og ostar eru oft taldir hið fullkomna par og þó mikið sé til í því er gott að hafa í huga að það er ekki alltaf besta pörunin og svo sannarlega ekki sú eina. Ostar eru gríðarlega fjölbreyttir sem og þeir drykkir sem hægt er að para með þeim.
Bjarki Long, sérfræðingur í ostum hjá MS og framreiðslumaður, hefur í fjölmörg ár tekið þátt í framleiðslu og vöruþróun á ostum hjá fyrirtækinu og sérhæft sig í drykkjapörunum með þeim. Bjarki mun bjóða upp á sannkallaða ostaveislu á Monkeys þar sem hann mun para saman og gefa smakk af tæplega tuttugu ostum ásamt fjölbreyttu úrvali drykkja.
Smakkaðir verða hinir ýmsu ostar, bæði tegundir sem fást í verslunum og einnig sérútgáfur sem framleiddar eru sérstaklega fyrir þennan viðburð. Þá verður einnig boðið upp á sérstaka ostarétti sem Bjarki hefur útfært sjálfur og allt verður þetta parað saman við ólíka drykki á borð við bjór, freyðivín, hvítvín, rauðvín og portvín.
Ostarnir sem verða smakkaðir eru meðal annarra:
Burrata, Höfðingi, Gullostur, sérvaldir ostar úr Goðdalalínu, 1000 daga gamlir Óðalsostar, portvíns leginn Gráðaostur, Stout leginn Gráðaostur, Logi, Heiðar, Trausti, Kjartan og Fanney frá Ostakjallaranum
Drykkirnir sem paraðir eru með eru:
Bjórarnir Snorri og Garún frá Borg Brugghús, Masi Masianco, Masi Campofiorin, Piccini Venetian dress Prosecco og Vallado 10 ára tawny Port