Borg brugghús - Bjórsmakk

Fimmtudaginn 27. júní kl 18:00 mun Borg brugghús halda bjórsmakk á Monkeys

Sturlaugur Jón Björnsson Bruggmeistari frá Borg brugghús mun kynna starfsemi Borg og leiða smökkun á fjölbreyttu úrvali bjóra. Þar á meðal eru: Garún 19.4, Snæfríður, Kertasníkir og Surtur

Einnig mun slæðast með eitthvað nýtt af tönkunum sem ekki hefur verið smakkað áður.

Smakkaðir verða nokkrir réttir sem paraðir hafa verið með bjórunum.

 

Ekki láta þennan einstaka atburð framhjá þér fara og bókaðu strax.

SMELLTU HÉR TIL AÐ BÓKA